Hann er fyrsti dagur Dymbilviku haldinn til minningar um innreið Jesú í Jerúsalem, þegar fólkið streymdi til móts við hann og bar pálmaviðargreinar. En skrúðgöngur með pálmum sem tákni sigurs og gleði eiga í sjálfu sér eldri rætur. Svo virðist sem Gregorius páfi hafi stofnað hátíð á pálmadag kringum árið 600. Voru þá vígðir pálmar og olíuviðargreinar, sem notaðar voru við helgiathafnir. Áður er getið um brennslu þeirra í sambandi við öskudag. Á norðlægari slóðum, þar sem ekki uxu pálmar, var notast við ýmis sígræn barrtré. Hér á Íslandi var jafnvel rekinn seljuviður brúkaður til að brenna fyrir öskudaginn.

Myntpeningur með áskriftinni Gregorius III. Wikipedia.

Birt:
1. apríl 2012
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Pálmasunnudagur“, Náttúran.is: 1. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/plmasunnudagur/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 12. mars 2012

Skilaboð: