MANNA* - annarskonar sýning um mat, í Norræna húsinu 19. mars til 1. maí 2011.

Viltu vita meira um matinn okkar, vitum við í raun hvaðan hann kemur og hvernig hann verður til? Manna er sýning höfðar til allra skilningarvitanna, sýning þar sem fjallað er um sambandið milli fæðu og umhverfis, hvernig við vanmetum áhrif okkar á náttúruna og birtir okkur vistfræðilegan veruleika vors daglegs brauðs. Málefnið er sett fram á myndrænan og lifandi hátt þar sem húmor og jákvæðni er höfð að leiðarljósi.

Þrátt fyrir borgarvæðingu og allan þann hátækniiðnað sem við búum við í dag erum við jafn háð náttúrunni og við vorum í árdaga, jafnvel háðari ef eitthvað er. Í dag notum við meira af auðlindum jarðar en við gerðum á dögum bændasamfélagsins. Er öllum ljós tenging milli dýranna í húsdýragarðinum við skinkuna á brauðinu eða hakkið í kjötbollunum?

Fáir vita að það þarf fleiri hundruð lítra af vatnið til að framleiða eina flösku af bjór og til að búa til einn hamborgara þarf þúsundir af frjóvgandi skordýrum. Það vita heldur ekki margir að hægt er að bjarga heilu regnskógunum með því að skipta um kaffitegund og að og að stór hluti af kjötinu sem við borðum er alið á fóðri sem kemur erlendis frá.

Skrefin sem eiga sér stað áður en maturinn kemur á diskinn okkar eru mörg hver ósýnileg neytendanum í daglegu lífi. Með Manna sýningunni viljum við leggja okkar að mörkum til að gera þau sýnilegri.

Orðið Manna kemur úr biblíunni og þýðir sá matur sem Guð gefur í af gnægt. Sýningin kemur frá Resilience Center við Háskólann í Stockholmi, hún hefur áður ferðast til Bandaríkjanna og Danmerkur og hvarvetna hlotið afar góðar móttökur.
Mannautstallningen.nu

Samhliða sýningunni verða haldin málþing og fyrirlestrar um samband fæðu og umhverfis.

Sjá kynningaefni fyrir skólaheimsóknir hér.

*allt það góða sem þér giftusamlega ber á góma

Ljósmynd: Býfluga á valurt, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
3. mars 2011
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „MANNA í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 3. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/03/manna-i-norraena-husinu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: