Eldsneyti úr úrgangi á vélar British Airways
Breska flugfélagið British Airways hefur gengið frá 10 ára samningi við fyrirtækið Solena um kaup á eldsneyti sem unnið verður úr heimilisúrgangi í GreenSky vinnslustöðinni austantil í London. Þegar stöðin verður komin í fulla notkun á hún að geta tekið við 500.000 tonnum af úrgangi á ári og framleitt úr honum 50.000 tonn af visthæfu flugvélaeldsneyti, auk 50.000 tonna af lífdísel og 40 megawatta af orku. Vinnslustöðin verður sú fyrsta í Evrópu sem framleiðir flugvélaeldsneyti með þessum hætti.
(Sjá frétt EDIE í gær).
Birt:
5. desember 2012
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eldsneyti úr úrgangi á vélar British Airways“, Náttúran.is: 5. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/09/eldsneyti-ur-urgangi-velar-british-airways/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. desember 2012