Evrópuríki hafa staðið sig einkar vel í að draga úr framleiðslu og notkun ósoneyðandi efna. Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu kemur fram að á árinu 2010 hafi Evrópusambandið þegar verið búið að ná alþjóðlegum markmiðum á þessu sviði fyrir árið 2020, þ.e.a.s. 10 árum á undan áætlun. Með Montrealbókuninni 1987 tóku ríki heims höndum saman um að draga úr notkun ósoneyðandi efna. Margir telja þessa bókun, og Vínarsáttmálann sem hún byggir á, vera einhverja árangursríkustu alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið, og að þessa reynslu ætti að mega nýta við önnur aðkallandi verkefni af svipuðum toga.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Evrópu í gær).

Birt:
6. desember 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ósoneyðandi efni á útleið í Evrópu“, Náttúran.is: 6. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/09/osoneydandi-efni-utleid-i-evropu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. desember 2012

Skilaboð: