Náttúrulega hamingjusöm mynstur
Laugardaginn 8. október nk. kl:14:00, flytur finnski hönnuðurinn Pia Holm fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.
Pía er myndskreytir og textílhönnuður og nefnir hún fyrirlesturinn Naturally Happy Patterns eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Pía mun fjalla um finnska textílhönnun og eigin verk. Hún hefur um árabil unnið fyrir stór norræn fyrirtæki, meðal annars fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki MARIMEKKO og einnig undir eigin merki happydesign.fi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Verk Piu munu verða til sýnis í safninu í október 2011.
Grafík: 3 Marimekko mynstur eftir Piu Holm.
Birt:
6. október 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrulega hamingjusöm mynstur“, Náttúran.is: 6. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/06/natturulega-hamingjusom-mynstur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.