Maður lifandi stendur fyrir fjölbreyttum fyrirlestrum og styttri námskeiðum nú í haust. Fyrsti fyrirlesturinn sem haldinn verður þriðjudaginn 7. október er spurningin „Hvernig eigum við að lifa heilsusamlegu líferni?“ tekin fyrir.  Í kynningu á fyrirlestrinum segir;

„Það er engin launung að það er almenn vitneskja að heilsu okkar hér í vestrænu löndununum fer hratt versnandi og engin lausn virðist vera í sjónmáli þrátt fyrir tækninýjungar og ríkari þekkingu en nokkurn tíman áður. En erum við að leita á réttum stöðum? Hvernig var mataræði fyrir 1900 áður en tíðni hrörnunarsjúkdóma fór að aukast?

í þessum fyrirlestri verður skoðað frumstæð mataræði samfélaga víðsvegar um heim, hverjar voru aðstæður þeirra og voru þau heilbrigð. Þrátt fyrir að þessi samfélög hafi lifað á ólíku mataræði voru ákveðnir grundvallarþættir sameiginlegir með þeim flestum.“

07. okt. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi
08. okt. Ævintýralíf - Benedikta Jónsdóttir
09. okt. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
11. okt. Farðu alla leið, þína leið
16. okt. Kökur og eftirréttir - Auður I. Konráðsdóttir
18. okt. Hláturjóga með jákvæðu ívafi - Ásta Valdimarsdóttir
21. okt. Fitur í mataræði - Haraldur Magnússon
29. okt. Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? - Ebba Guðný
04. nóv. Líkamsstaða, skrifstofuumhverfið og æfingar - Haraldur Magnússon

Birt:
6. október 2008
Höfundur:
Maður lifandi
Tilvitnun:
Maður lifandi „Maður lifandi - Námskeið og fyrirlestrar “, Náttúran.is: 6. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/06/maour-lifandi-namskeio-og-fyrirlestrar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. október 2011

Skilaboð: