Baunabuffin eru heilsusamlegur, próteinríkur og bragðgóður kostur í nestisboxið, svo eru þau svo falleg á litinn. Baunir eru sannkölluð próteinuppspretta, þær lækka kólesteról, koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og innihalda góð kolvetni. Þær eru fullar af vítamínum, kalki og járni, að ógleymdum steinefnum.

  • 170 gr frosnar grænar baunir
  • 370 gr kjúklingabaunir
  • 2 msk bragðlítil kókosolía/önnur olía
  • 2 vorlaukar, fínsaxaðir
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 1 tsk steytt kummin
  • 1 rauður chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
  • 2 msk fersk söxuð íslensk mynta
  • 50 gr brauðteningar
  • 1 egg
  • sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Setjið grænu baunirnar í sjóðandi vatn í um það bil eina mínútu. Látið renna vel af þeim og þerrið. Sjóðið kjúklinabaunirnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en ef notaðar eru baunir úr dós þá skolið þær undir köldu vatni og þerrið vel. Ristið gróft brauð og skerið í litla teninga.

Setjið kjúklingabaunir, grænar baunir, ásamt öllu því hráefni sem eftir er í matvinnusluvélina og hrærið þar til hráefnið hefur blandast vel og áferðin er mjúk. Smakkið til. Mótið litlar bollur, ýtið létt ofan á þær með fingrunum þannig að þær fletjist lítillega út. Setjið á bakka og hyljið. Geymið í kæli í um klukkustund. Hitið olíuna á pönnunni og steikið buffin þar til þau hafa fengið á sig fallegan gylltan lit.

Grísk jógúrtsósa

  • 100 ml grísk jógúrt
  • 1 lítið hvítlauksrif, pressað
  • 1 tsk fersur, saxaður íslenskur graslaukur

Blandið hráefnum saman og smakkið til. Sumir vilja meiri hvítlauk en aðrir og þá má líka skipta út graslauk út fyrir steinselju eða myntu.

Uppskrift úr bókinni „Hollt nesti heiman að“ eftir Margréti Gylfadóttur, Sigurrósu Pálsdóttur og Sigurveigu Káradóttur.

Mynd: Forsíða bókarinnar. Mynd tekin af vef Bókaútgáfunnar Sölku ehf.

Birt:
27. september 2011
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hollt nesti heiman að: Kjúklinga- og grænbaunabuff“, Náttúran.is: 27. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/27/hollt-nesti-heiman-ad-kjuklinga-og-graenbaunabuff/ [Skoðað:1. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: