EcoTrophelia Iceland er nemandakeppni í vistvænni nýsköpun matar- og drykkjarvara. Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara meðal þverfaglegra teyma nemenda af háskólastigi. Þess utan mun keppnin laða nemendur að matvælasviðinu, samhliða því að þróa umhverfismeðvitund og frumkvöðlahugsun í framtíðar vinnuafli fyrir íslenskt atvinnulíf. Sérstök áhersla er lögð á að nota meðvitaða hönnun á öllum stigum vöruþróunarinnar, ásamt umhverfismati, til að skapa hágæða, umhverfisvænar og nýstárlegar mat- og drykkjarvörur.

Að þessu tilefni er efnt til sýningar á öllum verkefnum sem taka þátt í keppninni í nýjum húsakynnum Listaháskóla Íslands. Sýningin er hluti af dagskrá HönunarMars og gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér verkefnin.

Sýningarstjórn er í höndum HAF by Hafsteinn Júlíusson.
Verðlaundafhending er Laugardaginn 24. mars og það lið sem fer með sigur af hólmi mun taka þátt í Evrópukeppninni EcoTrophelia Europe í París, í október á þessu ári.

Aðstandendur keppninnar eru; Listaháskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn að Hólum. Verkefnisstjóri er Fanney Frisbæk.

Birt:
22. mars 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvæn nýsköpun matvæla - Eco Trophelia Iceland“, Náttúran.is: 22. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/22// [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: