Kartöflur að hætti Parísarkvenna
Kartöflur að hætti Parísarkvenna eru soðnar á pönnunni og hafa fínlegt bragð. Nokkar kartöflur eru skornar í þunnar sneiðar. Á stórri pönnu er laukur látinn meyrna í olíu eða fitu. Þá er kartöflunum bætt í og salti og kryddkvisti bouquet garni úr timjan, steinselju og lárviðarlaufi. Timjankvisturinn á að vera umvafinn steinseljunni. Svolítið vatn kemur einnig á pönnuna og þetta látið krauma undir loki upp undir hálfa klukkustund – þá er kryddkvisturinn fjarlægður. Kryddkvistur eins og þessi breytist nokkuð eftir því hvað hendi er næst á hverjum árstíma og á ekki að takast allt of alvarlega. Gætið þess að ekki brenni við.
Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“ eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.
Ljósmynd: Nýuppteknar og hreinsaðar kartöflur, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kartöflur að hætti Parísarkvenna“, Náttúran.is: 3. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2011/09/20/kartoflur-ad-haetti-parisarkvenna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. september 2011
breytt: 3. nóvember 2012