Skerið 2–3 stórar kartöflur í þunnar sneiðar. Steikið svo fjórar sneiðar af beikoni á stórri pönnu og setjið til hliðar. Látið fínt skorinn lauk í fituna og brúnið smávegis. Bætið kartöflunum út í og hrærið stöðugt í með breiðum spaða. Saltið svolítið og snúið og steikið. Bætið við olíu ef kartöflurnar ætla að fara að brenna við. Berið fram með beikoninu.

Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“  eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
20. september 2011
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Hash browns“, Náttúran.is: 20. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/20/hash-browns/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. september 2012

Skilaboð: