Á morgun, mánudaginn 19. september kl. 10, opnar verslunin og veitingastaðurinn, áður Maður lifandi, í Borgartúninu undir merkjum LIFANDI markaðar eftir gagngerar breytingar. Fyrir skömmu voru samsvarandi breytingar gerðar í áður Manni lifandi í Hæðasmára.

Loforð LIFANDI markaðar felst í því að viðskiptavinurinn þurfi ekki að rýna í innihaldslýsingar enda sé búði að sjá um það, lið fyrir lið. Val á vörum í verslunina fer eftir því hvort að hún standist ítrustu kröfur skv. hugmyndafræði LIFANDI markaðar. Lífrænar vörur eru alltaf fyrsti kostur en þegar það er ekki í boði er boðið upp á vörur úr úrvals hráefnum án óæskilegra fyllingar- og aukefna.

Veitingastaðurinn er einnig gjörbreyttur, enda var kominn tími á andlitslyftingu að sögn eigenda. Nýir og spennandi réttir eru á matseðlinum eins og „léttir réttir dagsins“ sem breytast dag frá degi. Meða annarra rétta má nefna ljúffengar heilsupítur, með humri, kjúklingi eða grænmetisbuffi og svo holl barnapíta sniðin að þörfum barna. Aldrei er neitt „hvítt“ notað í eldamennskuna hjá LIFANDI og allt eldað frá grunni úr heilnæmum hráefnum. Í nýja umhverfinu er mikil áhersla lögð á Orkubarinn þar sem boðið er upp á úrval þeytinga, nýkreistra safa og heilsuskota.

Sem fyrr leggja eigendur LIFANDI mikla áherslu á persónulega þjónustu og einstaklingsbundna ráðgjöf til að auðvelda viðskiptavinum sínum að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Í tilefni af opnuninni eru fjölda opnunartilboða í boði.

Birt:
18. september 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „LIFANDI markaður opnar í Borgartúni“, Náttúran.is: 18. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/18/lifandi-markadur-opnar-i-borgartuni/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: