Heilhveiti banana múffur
Nú þegar farið er að hausta er tilvalið að baka dýrindis múffur. Þessi uppskrift sameinar sætt bragð stappaðra banana og hreins hlynsíróps. Uppskriftin inniheldur ekki smjör, heldur olíu því þá verða múffurnar yndislega rakar og mjúkar. Ástæðan fyrir því er að olían kemur í veg fyrir að glútein myndist í heilhveitinu. Auk olíu er einnig notuð mjólk og hlynsíróp. Þegar hlynsíróp er notað í múffubakstur verða múffurnar endingarbetri en þær sem bakaðar eru með strásykri. Bananarnir sem eru notaðir í þessa uppskrift ættu að vera vel þroskaðir. Með vel þroskuðum bönunum er átt við að í staðinn fyrir að bananarnir séu ljósgulir með engum brúnum blettum ættu þeir að vera brúnir með gulum blettum. Þroskaðir bananar eru tilvaldir fyrir bakstur þar sem þeir eru nógu mjúkir til að stappa. Einnig verða múffurnar einstaklega rakar og mjúkar ef bananarnir eru vel þroskaðir.
Innihald:
260 gr af heilhveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/4 tsk kanilduft
360 ml stappaðir bananar (u.þ.b. 3 stórir þroskaðir bananar sem eru ca. 454 gr.)
2 stór egg - létt þeytt
120 ml hreint hlynsíróp
105 gr púðursykur
80 ml mjólk
60 ml repjuolía, maísolía eða þistilolía
1 tsk vanilludropar
75 gr valhnetur eða pekanhnetur - grófmalað
Framkvæmd:
- Stillið ofninn á 190° og staðsetjið ofnskúffuna í miðju ofnsins.
- Blandið eftirfarandi í stóra skál: Heilhveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og kanildufti.
- Blandið eftirfarandi í aðra stóra skál: Stöppuðum bönunum, létt þeyttum eggjum, hlynsírópi, púðursykri, mjólk, olíu og vanilludropum.
- Blandið svo innihaldi seinni skálarinnar í þá fyrri þangað til að deigið er orðið vel blandað saman og þykkt. Bætið svo hnetunum við.
- Mikilvægt er að hræra ekki of mikið í deiginu því deigið á ekki að vera þunnt. Setjið svo deigið í múffuformin með skeið. Ef þú vilt, þá geturðu bætt við sneið af banönum eða þurrkuðum bananabitum ofan á til skreytingar.
- Bakið í um 18-22 mínútur.
- Þessi uppskrift dugir í um 16 miðlungs stórar múffur.
Ljósmynd: Múffur (þó ekki Heilhveiti banana múffur). Ljósmyndari: Móna Róbertsdóttir Becker
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Heilhveiti banana múffur“, Náttúran.is: 15. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/15/heilhveiti-banana-muffur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.