Föstudaginn 16. september, kl 12:00, Háskólabíó - miðjan.

Margrit Kennedy er arkítekt, vistfræðingur og fjármálasérfræðingur og hefur um árabil gagnrýnt núverandi fjármála- og peningakerfi. Hún er fyrrverandi prófessor við arkitektúrdeild Háskólans í Hannover.  Fyrir um þrjátíu árum hóf hún að kynna sér rannsóknir á peningakerfinu. Hún taldi að ekki væri unnt að takast á við  umhverfisvandamál samtímans vegna grunngalla í peningakerfinu, einkum hvernig taka vaxta og vaxtavaxta af lánsfjármagni skapar viðvarandi þörf fyrir hagvöxt.

Kennedy hefur í samstarfi við hagfræðinga sett fram hugmyndir um lausn megin vandamála eins og hvernig unnt sé að byggja upp sjálfbært peningakerfi sem dreifi ekki auði frá almenningi til fámennra sérhagsmunahópa.  Árið 1998 gaf hún út ásamt Declan Kennedy og Helmut Creutz bókina Interest and Inflation-Free Money, Creating an Exchange Medium that works for Everybody and Protects the Earth.  Þessi bók hefur verið þýdd á 22 tungumál.

Hún stofnaði Money Network Alliance árið 2003 til þess að rannsaka og þróa aðrar skiptimyntir en peninga.

Nánari upplýsingar um Margrit Kennedy er að finna á http://www.margritkennedy.de/ og http://www.monneta.org/.

EDDA – öndvegissetur, Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Framtíðarlandið standa að fyrirlestri Dr. Margrit Kennedy.

Birt:
14. september 2011
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Ef peningar stjórna heiminum – hverjir stjórna þá peningunum?“, Náttúran.is: 14. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/14/ef-peningar-stjorna-heiminum-hverjir-stjorna-tha-p/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: