Þegar kemur að því að velja eitthvað í staðinn fyrir mjólkurvörur er um margt að velja. Hrísgrjón, hnetur, hamp, soja, kókoshnetur og hafrar eru góð dæmi um það. En hvar á maður að byrja? Gott er að byrja á því að taka venjulegar mjólkurvörur af innkaupalistanum.

Kúamjólk er fiturík og inniheldur mikið af kólesteróli. Hún er einnig ætluð kálfum til eldis en ekki mannfólkinu. Já það er einmitt málið. Kúamjólk er ekki ætluð til manneldis.

Að taka mjólkurvörur úr mataræðinu gæti virst erfitt í fyrstu en þegar betur er að gáð er það alls ekki svo erfitt. Hér að neðan er leiðarvísir um það hvaða vörur er hægt að velja í staðinn fyrir hinar hefðbundnu mjólkurvörur sem við erum svo vön að láta ofan í okkur.

Sojamjólk
Sojamjólk hefur lengi verið vinsæl meðal grænmetisæta og fólks sem hefur óþol fyrir laktósa.

Kostir:

  • 25 grömm af sojapróteini á dag ásamt kólesteról- og fitusnauðugu mataræði geta minnkað líkur á hjartasjúkdómum.
  • Sojamjólk með D-vítamínum gefur góðan dagskammt af þessu mikilvæga steinefni.
  • Rannsóknir sýna að sojamjólk getur lækkað magn kólesteróls í líkamanum.
  • Sojamjólk er auðug af próteinum og kalki og inniheldur ómettaða fitu.

Gallar:

  • Rannsóknir benda til að mikil neysla soja geti verið skaðleg. Soja inniheldur phytoestrógen sem líkir eftir efnasambandi estrógens. Þessi efnasambönd hafa verið bendluð við brjóstakrabbamein, ófrjósemi og vaxtatruflanir hjá ungabörnum jafnt sem eldri börnum. Þó standa rannsóknirnar enn yfir og því er ekki hægt að alhæfa neitt. Allt er þó best í hófi.
  • Sojamjólk er oft framleidd úr erfðabreyttum sojabaunum. Það sem er mest sláandi er að 91% af ræktuðum sojabaunum í Bandaríkjunum eru erfðabreyttar. Reyndu að velja lífrænt vottaða sojamjólk, hún er aldrei erfðabreytt.
  • Margir eru með óþol eða ofnæmi fyrir soja.

Kókosmjólk
Þessi himneska og ótrúlega rjómakennda mjólk er frábær sem uppistaða í ís og smakkast vel ein og sér.

Kostir:

  • Kókosmjólk er rosalega góð á bragðið.
  • Kókosmjólk inniheldur lítið magn kólesteróls og salts.
  • Kókosmjólk er auðmeltanleg fyrir þá sem eru með óþol fyrir laktósa.
  • Kókosmjólk inniheldur fitusýrur með miðlungslanga kolefniskeðju. Ein af þessum fitusýrum er lauric-sýra sem örvar þroska heilans og eykur heilbrigði beina. Einnig er hún veirueyðandi og bakteríudrepandi.

Gallar:

  • Notaðu kókosmjólk sem verðlaun en ekki á hverjum degi því hún inniheldur mikið af mettaðri fitu og kaloríum.

Möndlumjólk
Möndlumjólk er framleidd úr möndludufti blandað saman við vatn. Möndlumjólk er án efa vinsælasta hnetumjólkin. Hnetubragðið gefur mjólkinni forskot á gott bragð samanborið við hafra og korn.

Kostir:

  • Möndlumjólk er hlaðin af andoxunarefnum.
  • Inniheldur mikið af próteinum, trefjum og öðrum vítamínum og steinefnum.
  • Þú getur auðveldlega búið til þína eigin möndlumjólk. Það eina sem þú þarft eru möndlur, cashewhnetur, valhnetur eða heslihnetur.

Gallar:

  • Passaðu þig á viðbættum sætuefnum og bragðefnum í möndlumjólk.
  • Möndlumjólk iniheldur lítið af próteinum og B-vítamínum.
  • Augljóslega er möndlumjólkin ekki góð fyrir þá sem eru með hnetuofnæmi.

Hrísgrjónamjólk
Kostir:

  • Mittið mun þakka þér. Hrísgrjónamjólk er fitusnauð og inniheldur fáar kaloríur.
  • Sæta bragðið af hrísgrjónamjólkinni gerir hana góðan staðgengil við bakstur.
  • Það eina sem þarf til að búa til heimatilbúna hrísgrjónamjólk er vatn og hrísgrjón.

Gallar:

  • Hrísgrjónamjólk skortir mikilvæg næringarefni, þ.a.m. A- og C-vítamín og prótein.
  • Venjuleg hrísgrjónamjólk er oft framleidd í verksmiðjum sem nota gífurlega mikið af rafmagni.

Hampmjólk
Nei, ekki marijúana mjólk. Þessi mjólk er búin til úr hampfræum úr mismunandi hlutum Kannabis plöntunnar sem innihalda lægsta stig THC, s.s. efnasambandið í Kannabisplöntunni sem veldur vímu.

Kostir:

  • Hampmjólk inniheldur gífurlega mikið af omega fitusýrum, próteini, kalki, A- og E-vítamínum og öðrum næringar- og steinefnum.
  • Inniheldur ekkert kólesteról.
  • Þykk áferð mjólkurinnar gerir hana einstaklega góða til að bæta í kaffi eða nota við bakstur.

Gallar:

  • Hampmjólk getur haft eftirbragð. Það fer oft eftir tegundinni.
  • Þar sem mest af hampi er framleitt í Kanada þar sem það er löglegt þá getur mjólkin haft stórt kolefna fótspor þar sem mjólkin hefur ferðast langan veg til að komast í hendur okkar neytenda á Íslandi.

Haframjólk
Þessi sæta og þunna mjólk er tilvalinn staðgengill léttmjólkur.

Kostir:

  • Haframjólk inniheldur ekkert kólesteról.
  • Inniheldur mikið magn af trefjum, E-vítamíni og fólínsýru.
  • Haframjólk inniheldur jurtaefni sem eru andoxunarefni sem hjálpa að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og ýmsar tegundir af krabbameini.
  • Að búa til heimatilbúna haframjólk er einfalt. Það eina sem þarf eru hafrar og vatn.

Gallar:

  • Þeir sem eru með glútein óþol geta ekki drukkið haframjólk.

Ljósmynd: Mjólkurglas. Ljósmyndari: Móna Róbertsdóttir Becker.

Birt:
18. mars 2012
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hvað skal velja í staðinn fyrir mjólkurvörur?“, Náttúran.is: 18. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2011/09/13// [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. september 2011
breytt: 18. mars 2012

Skilaboð: