Snúast samgöngur eingöngu um kostnað? er yfirskrift málþings um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins sem haldið verður í Reykjavík fimmtudaginn 22. mars. Málþingið er haldið að frumkvæði innanríkisráðherra í samstarfi við Vegagerðina og Skipulagsfræðingafélag Íslands sem hefur átt veg og vanda að undirbúningi þess.

Tilgangur málþingsins er að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur, búsetu, umhverfismál og fleira. Sérfræðingar á sviði skipulags, arkitektúrs, fjármála og samgöngumála fjalla um þá ólíku þætti sem liggja til grundvallar þegar skipulag og samgöngur eru annars vegar.

Málþingið hefst klukkan 9 fimmtudaginn 22. mars og fer fram í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún í Reykjavík. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setur málþingið og síðan taka við fyrirlestrar til klukkan 11.40. Ráðstefnan endar síðan á samantekt og umræðum.

Meðan á málþinginu stendur sýna nemendur í skipulagstengdu framhaldsnámi ýmis verkefni sín í forsal Rúgbrauðsgerðarinnar. Verkefnin eru unnin við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og námsbraut í umferð og skipulagi við Háskólann í Reykjavík. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með tilkynningu á netfangið: skipulagsfraedi@gmail.com eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 21. mars.

Dagskrá málþingsins:

9:00-9:05 Setning - Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra

9:05-9:20 Inngangur  - Snúast samgöngur aðeins um kostnað? - Dr. Bjarki Jóhannesson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands

9:20-9:35 Vistvænar samgöngur. Áhrifaþættir í borgarskipulagi - Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur M.Sc., innanríkisráðuneyti & Mannvit

9:40-9:50 2+1 vegir og áhrif þeirra á búsetu og byggðarmynstur - Sverrir Örvar Sverrisson, verkefnastjóri Vegagerðinni

9:50-10:00 Hjáleiðir um þéttbýli - Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Skipulagsfræði og samgöngur M.Sc, Verkís

10:05 – 10:20 Samgöngur og borgarbragur - Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ hjá ASK arkitektum

10:25 – 10:40 Upplifun og fagurfræði í samgöngukerfum - Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt FÍLA og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

10:45 – 11:00 Kostnaður við samgöngur í þéttbýli - Lúðvík Elíasson, hagfræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands

11:05 – 11:20 Aðgengi og athafnir sem lykilþættir skipulags byggða og samgangna - Guðmundur Freyr Úlfarsson, Ph.D., prófessor og varadeildarforseti Háskóla Íslands

11:25 – 11:35 Sjálfbærar samgöngur – í bið eða bráð? - Hrafnkell Á. Proppé, skipulagsfræðingur hjá Alta

11:40 – 12:00 Samantekt og umræður

Ljósmynd: Kindur á Kili, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
21. mars 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins“, Náttúran.is: 21. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/21/malthing-um-samfelagsleg-ahrif-skipulags-samgonguk/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. mars 2012

Skilaboð: