Nau (borið fram eins og Ná eða Now í ensku) er fataframleiðandi staðsettur í Portland í Bandaríkjunum. Nau framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað. Notast er við lífræn og endurunnin efni í framleiðslu fatnaðarins. Einnig er mikið notast við ull. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi samanstendur Nau af færri en 20 starfsmönnum. Hugmyndin á bak við Nau er að endurhanna tískuna eins og hún er í dag og gera breytingar innan þessa stóra iðnaðar. Eitt lítið skref í átt að betri heimi.

Skilgreining Nau á sjálfbærri tísku er tímalausir litir, snjöll hönnun, umhverfisvæn efni og auðveld umhirða. Hægt er að nálgast fatnað Nau á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum en einnig í Þýskalandi og Swiss. Á vef framleiðandans, www.nau.com, er einnig vefverslun en eins og staðan er núna er aðeins hægt að fá sendar vörur innan Bandaríkjanna. 2% af öllum hagnaði Nau er gefinn til umhverfisverndar- og mannréttindasamtaka. Viðskiptavinir geta sjálfir valið hvaða samtök eru styrkt hverju sinni. Hægt er að velja á milli 5 mismunandi samtaka. Ekki er einungis verið að framleiða fatnað heldur er einnig hægt að fá ýmsa fylgihluti. Þ.a.m eru töskur, belti, iPod og iPad hulstur, peningaveski og nestisbrúsar. Starfsmenn Nau halda einnig úti blogg síðu þar sem ýmis málefni eru rædd í máli og myndum. Hægt er að nálgast bloggið og allar aðrar upplýsingar á vefnum www.nau.com

Birt:
30. ágúst 2011
Uppruni:
Nau
Nau
Nau
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Nau - Sjálfbær fatnaður“, Náttúran.is: 30. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/30/nau-sjalfbaer-fatnadur/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: