Scientists under attack - í Bíó Paradís í kvöld
Bíó Paradís sýnir myndina Scientists under attack í kvöld kl. 20:00 en myndin er sýnd í tengslum við komu vísinda- og baráttukonunar Vandana Shiva til Íslands.
Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og bættrar umgengni við umhverfið. Hún heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói kl 17:00 á morgun mánudaginn 29. ágúst.
Birt:
28. ágúst 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Scientists under attack - í Bíó Paradís í kvöld“, Náttúran.is: 28. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/28/scientists-under-attack-i-bio-paradis-i-kvold/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.