Ljósatvítönn - illa kynntur landnemi
Ljósatvítönn [Lamium album] er innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi og á vestanverðu Suðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum. Myndin var einmitt tekin í garði við eyðibýli í Flóabyggð. Heimildaleit leiddi í ljós að ekki virðist vera mikið vitað um virkni jurtarinnar hér á landi, né á hún sér sögu sem lækningajurt hérlendis. Á hinn bóginn er jurtin þekkt fyrir mikla virkni í ýmsum þekktum heimildum eins og kemur fram á vef Liber Herbarum II, en Náttúran er er einmitt í samstarfi við það vefsetur og hefur þýtt efni vefsins á íslensku.
Sjá um Ljósatvítönn á LiberHerbarum.
Sjá útbreyðslukort á Plöntuvefsjá NÍ (ath. að slá þarf inn nafn plöntunnar).
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ljósatvítönn - illa kynntur landnemi“, Náttúran.is: 18. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/ljosatvitonn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 18. júní 2014