Orkuveita Reykjavíkur efnir til opins upplýsingafundar á Hótel Örk í Hveragerði mánudagskvöldið 17. október kl. 20:00.

Tilefnið eru skjálftahrinur síðustu vikna sem raktar eru til niðurdælingar á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Hún er skilyrði í starfsleyfi Hellisheiðarvirkjunar og á að efla sjálfbærni auðlindanýtingarinnar.

Á fundinum verður kynnt niðurstaða nýrrar samantektar jarðvísindamanna um skjálftavirknina.

Úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins. Vísindamenn á Orkustofnun hafa umsjón með vinnunni og njóta liðsstyrks starfssystkina hjá Íslenskum orkurannsóknum, Veðurstofu Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur. Markmið samantektarinnar er að varpa ljósi á eðli skjálftahviðanna og leitast við að spá fyrir um hversu lengi þær geti varað. Leita á einnig svara við því hvort skjálftarnir dragi úr spennu í jarðlögum og komi þannig í veg fyrir enn stærri skjálfta.

Fulltrúi Orkustofnunar mun kynna samantekt vísindafólksins á fundinum.

Birt:
15. október 2011
Tilvitnun:
Eiríkur Hjálmarsson „Opinn íbúafundur á Hótel Örk á mánudagskvöld“, Náttúran.is: 15. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/15/opinn-ibuafundur-hotel-ork-manudagskvold/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: