Hentugur matsveppur - Lerkisveppur
Lerkisveppur (Suillus grevillei)
Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.
Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.
Ljósmynd: Lerkisveppur (Suillus grevillei) Wikipedia Commons.
Birt:
24. ágúst 2014
Tilvitnun:
Guðrún Magnúsdóttir, Ása M. Ásgrímsdóttir „Hentugur matsveppur - Lerkisveppur “, Náttúran.is: 24. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2011/08/21/hentugur-matsveppur-lerkisveppur-suillus-grevillei/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. ágúst 2011
breytt: 24. ágúst 2014