Ullblekill (Coprinus comatus)

Ullblekill (Coprinus comatus)

Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.

Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.

Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia Commons.

Birt:
17. ágúst 2014
Uppruni:
Vísindavefurinn
Tilvitnun:
Guðrún Magnúsdóttir, Ása M. Ásgrímsdóttir „Hentugur matsveppur - Ullblekill “, Náttúran.is: 17. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2011/08/21/hentugur-matsveppur-ullblekill-coprinus-comatus/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. ágúst 2011
breytt: 13. ágúst 2014

Skilaboð: