Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex í nágrenni við birki.

Ljósmynd: Kúalubbi (Leccinum scabrum) Wikipedia Commons..

Birt:
28. ágúst 2014
Uppruni:
Vísindavefurinn
Tilvitnun:
Guðrún Magnúsdóttir, Ása M. Ásgrímsdóttir „Hentugur matsveppur - Kúalubbi “, Náttúran.is: 28. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2011/08/21/hentugur-matsveppur-kualubbi-leccinum-scabrum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. ágúst 2011
breytt: 24. ágúst 2014

Skilaboð: