Umræðan um hnattræna hlýnun tekur á sig ýmsar myndir. Og sumir vilja meina að áhrifin séu mun víðtækari en aðeins hnattræn.

Þessa skoðum má sjá í grein sem Domagal-Goldman vísindamaður hjá NASA ( hann tekur samt fram að greinin sé ekki á vegum stofnunarinnar ) ásamt Seth Baum og JacobHaqq-Misra frá Pennsylvania Sate University skrifuðu fyrir skemmstu.

Í greininni skoða þeir ýmsar útgáfur utanaðkomandi afskipta vegna meðferðar mannkyns á jörðinni og andrúmslofti hennar.  Þessar hugmyndir þeirra eru allt frá að vitsmunaverur utan jarðarinnar fylgist með þróuninni og hafi ekki afskipti af henni. Að þær reyni að upplýsa okkur og fræða til að koma í veg fyrir katastrófu og hamfarir. Og allt að þvi að ráðast á jörðina og eyða mannkyninu til að bjarga náttúrunni. Jafnvel komi hingað og éti okkur.

Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Flestar hafa komið fram með einhverjum hætti í vísindaskáldskap, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það sem er óvenjulegt er að þarna eru á ferðinni aðilar með akademískan status og líklega einhvern trúverðugleika sem þeir leggja að veði.  Hvort þeir hafa einhverjar upplýsingar, sem öðrum eru ekki aðgengilegar, til stuðnings hugmyndum sinum skal ósagt látið. En víst er að þótt við vitum margt, vitum við ekki allt.

Sjá frétt um greina á vef IBTimes New York og greinina sjálfa

Birt:
21. ágúst 2011
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Munu geimverur koma og bjarga jörðinni?“, Náttúran.is: 21. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/21/munu-geimverur-koma-og-bjarga-jordinni/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: