Skógræktarfélag Reykjavíkur velur borgartré árlega í samstarfi við Reykjavíkurborg. Borgartré 2011 verður formlega útnefnt laugardaginn 20. ágúst kl. 11:00.

Dagskrá:
Kl. 10:45 Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur þrjú lög og kynnir hún sérstaklega hvert og eitt þeirra. Þau tengjast öll fuglum og trjám, skógi.
Kl. 11:00 Jón Gnarr borgarstjóri kynnir Borgartréð 2011 og afhjúpar skjöld.
Kl. 11:10 Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, flytur stutt ávarp
Kl. 11:15 Ásthildur kynnir og flytur lokalag

Borgartréð að þessu sinni er Evrópulerki, Larix decidua. Tréð er eitt sérkennilegasta tréð í Hólavallagarði og það fallegasta sinnar tegundar í Reykjavík. Það er rúmir 10 m á hæð og um 80 ára. Lerkið hefur gríðarmikla krónu sem hvílir á tveimur íturvöxnum stofnun og er dæmi um hvernig bestu götu- og torgtré geta litið út í borgarmyndinni.

Ljósmynd: Larix decidua, Wikipedia.

Hér á Græna kortinu má sjá sérstök tré í Reykjavík en Evrópulerkið í Hólavallagarði mun í dag bætast við á kortið.

Birt:
20. ágúst 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Borgartré 2011“, Náttúran.is: 20. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/20/borgartre-2011/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: