Í dag erum við orðin háð handfylli grænmetis- og ávaxtategunda til fæðuframleiðslu heimsbyggðarinnar en arfleifð okkar taldi þúsundir tegunda sem nú eru horfnar af sjónarsviðinu. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hve margar tegundir hafa horfið á síðustu öld, en rannsókn Rural Advancement Foundation International sem bar saman gögn um framboð á fræjum á almennum fræmarkaði árið 1903 við skráðar frætegundir í fræbanka Bandaríkjanna, (U.S. National Seed Storage Laboratory) árið 1983. Könnunin sem tók til 66 tegunda leiddi í ljós að 93 prósent tegunda væru horfnar af sjónarsviðinu. Nýrri gögn eru nauðsynleg til að halda rannsóknum áfram.

Meira í National Geographic september útgáfu 2011.

Grafík: John Tomanio, starfsmaður NGM. Matartákn: Quickhoney. Heimild: Rural Advancement Foundation International.
Fyrir einni öld
Árið 1903 seldi almennur fræsali í Bandaríkjunum hundruðir tegunda eins og sést á meðfylgjandi grafík.
80 árum síðar
Árið 1983 voru aðeins fáeinar frætegundur eftir á lista fræbanka Bandaríkjanna.

Birt:
18. ágúst 2011
Höfundur:
John Tomanio
Tilvitnun:
John Tomanio „Dvínandi fjölbreytni fæðutegunda okkar “, Náttúran.is: 18. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/18/dvinandi-fjolbreytni-faedutegunda-okkar/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: