GE9N - jákvæð árangurssaga úr íslensku athafnalífi
Kvikmyndin Ge9n verður sýnd í Bíó Paradís þ. 9. september nk.
Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu. Leikstjóri myndarinnar er Haukur Már Helgason. Meðframleiðandi er Bogi Reynisson. Aðaltökumaður sumarið 2010 var Miriam Fassbender. Myndin er framleidd af SeND í samstarfi við Argout film. Eftirframleiðslu annast Atmos.
Nánari upplýsingar á vef framleiðanda myndarinnar..
Birt:
17. ágúst 2011
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „GE9N - jákvæð árangurssaga úr íslensku athafnalífi“, Náttúran.is: 17. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/17/ge9n-jakvaed-arangurssaga-ur-islensku-athafnalifi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. ágúst 2011