Kyrrðardagar verða haldnir í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði dagana 15. - 22. desember og eru hugsaðir fyrir alla þá sem vilja sinna andlegri og líkamlegri heilsu sinni og fá skjól til að rækta sinn innri mann.

Kyrrðardagar leggja rækt við tækifærin sem hverjum og einum standa opin til að vaxa sem hamingjusöm, heilbrigð, gefandi og góð manneskja. Kyrrðardagar eru skjól fyrir asa og áreiti sem sölumennskan kringum jólin hefur skapað.

Innifalið á námskeiði og dagskrá:
Ljúffengur og hollur matur – allir málsverðir
Aðgangur að sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi
Aðgangur að líkamsrækt og skipulagðri göngu

Opin dagskrá:
Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn
Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa
Leikfimi - Slökunartímar - Fræðslufundir

Leiðbeinendur eru Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræðiprófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum

Nánari upplýsingar á vef HNLFÍ.

Birt:
5. desember 2012
Höfundur:
HNLFÍ
Tilvitnun:
HNLFÍ „Kyrrðardagar í Hveragerði“, Náttúran.is: 5. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/05/kyrrdardagar-i-hveragerdi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: