Að endurvinna þarf ekki að vera flókið né tímafrekt. Endirvinnslustöðvarnar hafa gert þetta einfalt og þægilegt fyrir heimili, þar má nefna Sorpu, sem hefur komið upp 80 grenndargámum í nær öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Þar er tekið við dagblöðum, tímaritum og sléttum pappa. Einnig hefur verið komið upp fleiri útibúum frá stærstu endurvinnslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu og minni endurvinnslufyrirtæki hafa tekið að sér endurvinnslu um allt land þar sem að tekið er við m.a. skilagjaldskyldum umbúðum, fatnaði og nytjavörum, en þetta er ásamt pappa og dagblöðum einn helsti úrgangur heimila.
En þó að endurvinnsla hafi aukist er enn ekki hægt að segja að fjöldi þeirra sem endurvinna sé ásættanlegur.

En afhverju endurvinnur fólk ekki þennan helsta úrgang?
Það er hreinlega leti, fólki finnst þetta vera of mikið vesen og fyllir því bara ruslatunnurnar með pizzakössunum, dagblöðunum, flöskunum og öðru plássfreku rusli.

Ég bþ í fjölbýlishúsi, þar sem alls eru 4 íbúðir. Allar þessar íbúðir deila með sér sömu tveimur ruslatunnunum, sem að var alveg feiki nóg þar til fyrir stuttu. Í risi og kjallara hússins búa tvær fjölskyldur sem báðar hafa kosið að endurvinna ekki neitt. Þess vegna er fyrir okkur, hina íbúa hússins, aldrei pláss í blessuðum ruslatunnunum vegna óþarfa úrgangs.

En hvað er þá til bragðs að taka. Jú það er hreinlega hægt að taka að sér endurvinnslu í húsinu. Við stefnum á að kaupa okkur sér tunnur, stinga miða inn um bréfalúguna hjá hinum íbúunum þar sem tilkynnt verður að framvegis skuli flokka dagblöð, pappa, flöskur og dósir en við munum svo koma þessu í næsta grenndargám sem er ekki lengra frá en í þarnæstu götu. Þessi endurvinnsla er lágmark að mínu mati. Þó það séu ekki allir tilbúnir að taka að sér endurvinnslu heils íbúðarhús er þetta ágætis lausn á þessu vandamáli. Svo fáum við líka smá pening í vasann fyrir skilagjaldskyldu umbúðirnar. Eins og maður segir á góðri íslensku „þetta er svona win win situation“.

Birt:
24. maí 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Endurvinnsla heimilanna“, Náttúran.is: 24. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/24/endurvinnsla-heimila/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. maí 2007

Skilaboð: