Fjárfesting í „grænni“ orku jókst verulega árið 2007 miðað við árið áður þrátt fyrir vandræði á fjármálamörkuðum. Aukningin hefur haldið áfram það sem af er þessu ári. Helstu vaxtarbroddar endurnýjanlegrar orku eru vind- og sólarorka.

Fjárfesting í vindorku í heiminum jókst meira en í bæði kjarnorku og stórum vatnsaflsvirkjunum. Í Evrópu jókst framleiðslugeta vegna tilkomu nýrra vindorkuvera um 40% og í Bandaríkjunum um 30%.

Í Kína jukust fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fjórfalt (vatnsorka er ekki talin með) eða í 10,8 milljarða dollara. Afl nýrra vindorkuvera tvöfaldaðist þar í landi, í 6 gígavött.

Sjá frétt BBC hér.


Sjá frétt UNEP - Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna hér.
Birt:
2. júlí 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Fjárfesting í grænni orku í heiminum jókst verulega á síðasta ári“, Náttúran.is: 2. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/02/fjarfesting-i-graenni-orku-i-heiminum-jokst-verule/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: