Vistvænir bílar fá ekki ókeypis bílastæði í Reykjavík
Þrátt fyrir fréttaflutning fyrir örfáum vikum þess efnis að Reykjavík bjóði ökumönnum vistvænna bíla ókeypis bílastæði í borginni, þá er nú ljóst að aðeins var um „hugmyndir og vangaveltur að ræða“, en það var það svar sem undirituð fékk við fyrirspurninni á skrifstofu borgarstjóra í morgun. Bílastæðasjóður tjáði undiritaðri einnig að slíkt væri í umræðunni en hefur ekki enný á komið til framkvæmda. Það er spurning hvenær borgaryfirvöld ætla að sýna hina nýju grænu stefnu sína í verki. Er þetta eitthvað sem getur beðið betri tíma? Náttúran skorar á borgaryfirvöld að standa við orð sín og koma hugmyndinni á ákvörðunarstig hið fyrsta.
Myndin er af tvinnbílnum Prius frá Toyota.
Birt:
9. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvænir bílar fá ekki ókeypis bílastæði í Reykjavík“, Náttúran.is: 9. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/09/ekki-enn-keypis-blasti/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.