Magma/Kvika hönnunarsýning á Kjarvalsstöðum
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður er sýningarstjóri en hún auk meistara námi frá Design Academy í Eindhoven 2004, sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarvettvangs, Listasafns Reykjavíkur og Listahátíðar í Reykjavík 2007.
Yfirskrift sýningarinnar Magma/Kvika vísar til samtímahönnunar á Íslandi sem lifandi og kraftmikillar kviku sem lítur ekki á landamæri eða uppruna sem höft heldur upphafspunkt hreyfingar og tækifæra. Þessi kraumandi kvika er uppspretta og undiralda sem endurspeglar stöðu hönnunar á Íslandi í dag og þann kraft sem í henni býr.
Sýningunni er ætlað að vekja athygli á samtímahönnun, hönnunar í okkar nánasta umhverfi og dýpka vitund áhorfandans um það hvað hönnun er, hvaðan hún kemur og hver hugsunin er að baki verkanna.
Alls eiga yfir 80 framsæknustu hönnuðir landsins verk á sýningunni, en auk þess eru kynnt nýsköpunarverkefni fimm hönnuða sem gerð eru sérstaklega fyrir sýninguna.
Sýningunni verður svo fylgt úr hlaði með vandaðri bók um íslenska samtímahönnun og efnt verður til fræðslu- og fyrirlestradagskrár á sýningartímabilinu.
Í Norðursal Kjarvalstaða er svo Kveikja - opin listasmiðja þar er gestum safnsins er boðið að vinna með áður þekktan nytjahlut og nýta í eigin sköpun.
Alla fimmtudaga á meðan sýningunni stendur kl.12:00 er Stefnumót við hönnuð, en þá er stutt umfjöllun um verk eins hönnuðar.
Alla sunnudaga kl.15:00 er leiðsögn um sýninguna.
Sunnudaginn 24. júní kl.15:00 mun svo sýningarstjóri sýningarinnar Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir taka þátt í leiðsögn um sýninguna.
Sýningin stendur til 26. ágúst og mæli ég með henni fyrir alla unga sem aldna.
Ljósmyndir: Verk Hrafnkels Birgissonar, Sesselju Guðmundsdóttur og Aðalsteins Stefánssonar, Sólskin, sjálfbær sólarlampi með sólarsellu, í líki mjólkurbrúsa sem ætlað er að mjólka ljósið frá sólinni.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Magma/Kvika hönnunarsýning á Kjarvalsstöðum“, Náttúran.is: 14. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/14/magmakvika-hnnunarsning-kjarvalsstum/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007