Þann 19. maí síðastliðinn, opnaði á Kjarvalstöðum sýning á verkum íslenskra hönnuða sem ber nafnið Magma/Kvika. Sýninging er ein sú viðamesta sem haldin hefur verið á verkum íslenskra hönnuða en þar eru m.a. til sýnis húsgögn, fatnaður, skartgripir, matargerð, ljós, hátæknihönnun, myndir, prjónaverk, byggingarlist o.fl.
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður er sýningarstjóri en hún auk meistara námi frá Design Academy í Eindhoven 2004, sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarvettvangs, Listasafns Reykjavíkur og Listahátíðar í Reykjavík 2007.

Yfirskrift sýningarinnar Magma/Kvika vísar til samtímahönnunar á Íslandi sem lifandi og kraftmikillar kviku sem lítur ekki á landamæri eða uppruna sem höft heldur upphafspunkt hreyfingar og tækifæra. Þessi kraumandi kvika er uppspretta og undiralda sem endurspeglar stöðu hönnunar á Íslandi í dag og þann kraft sem í henni býr.
Sýningunni er ætlað að vekja athygli á samtímahönnun, hönnunar í okkar nánasta umhverfi og dýpka vitund áhorfandans um það hvað hönnun er, hvaðan hún kemur og hver hugsunin er að baki verkanna.

Alls eiga yfir 80 framsæknustu hönnuðir landsins verk á sýningunni, en auk þess eru kynnt nýsköpunarverkefni fimm hönnuða sem gerð eru sérstaklega fyrir sýninguna.
Sýningunni verður svo fylgt úr hlaði með vandaðri bók um íslenska samtímahönnun og efnt verður til fræðslu- og fyrirlestradagskrár á sýningartímabilinu.

Í Norðursal Kjarvalstaða er svo Kveikja - opin listasmiðja þar er gestum safnsins er boðið að vinna með áður þekktan nytjahlut og nýta í eigin sköpun.

Alla fimmtudaga á meðan sýningunni stendur kl.12:00 er Stefnumót við hönnuð, en þá er stutt umfjöllun um verk eins hönnuðar.
Alla sunnudaga kl.15:00 er leiðsögn um sýninguna.
Sunnudaginn 24. júní kl.15:00 mun svo sýningarstjóri sýningarinnar Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir taka þátt í leiðsögn um sýninguna.

Sýningin stendur til 26. ágúst og mæli ég með henni fyrir alla unga sem aldna.

sólskinsólskin2
Ljósmyndir: Verk Hrafnkels Birgissonar, Sesselju Guðmundsdóttur og Aðalsteins Stefánssonar, Sólskin, sjálfbær sólarlampi með sólarsellu, í líki mjólkurbrúsa sem ætlað er að mjólka ljósið frá sólinni.

Birt:
14. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Magma/Kvika hönnunarsýning á Kjarvalsstöðum“, Náttúran.is: 14. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/14/magmakvika-hnnunarsning-kjarvalsstum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: