Djúpstæður ágreiningur um frumvarp iðnaðarráðherra um Helguvíkurálver kom fram milli ríkisstjórnarflokkanna í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun og fékkst málið ekki afgreidd út úr nefndinni. Kristján Már Unnarsson.

Frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnarráðherra gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði heimilt að gera sérstakan fjárfestingarsamning við Norðurál vegna álvers sem nú er verið að reisa í Helguvík en samningurinn er talinn forsenda þess að Norðurálsmönnum takist að tryggja sér lánsfjármögnum til að halda áfram framkvæmdum.

Frumvarpið var til umfjöllunar í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun og stóð til að afgreiða það úr nefndinni svo málið kæmist til atkvæða. Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í iðnaðarnefnd, segir greinilegt að djúpstæður ágreiningur sé milli ríkisstjórnarflokkanna um málið. Fram hafi komið að fulltrúi Vinstri grænna, Álfheiður Ingadóttir, teldi enga þörf á því að frumvarpið næði fram að ganga.

Birt:
31. mars 2009
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Kristján Már Unnarsson „Djúpstæður ágreiningur um Helguvíkurfrumvarp í ríkisstjórn“, Náttúran.is: 31. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/02/djupstaeour-agreiningur-um-helguvikurfrumvarp-i-ri/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. apríl 2009

Skilaboð: