Gríman fellur á Grímuafhendingunni
Á Grímuafhendingunni í Borgarleikhúsinu í gærkveldi, notaði Stefán Jónsson leikari og leikstjóri sviðið til að snúa við mótmælaslógani því sem f.v. iðnaðarráðherra skipaði lögreglurannsókn á í kjölfar þess að í göngu Íslandsvina þann 25. maí síðastliðinn hafi verið letrað á borða „hótun“ í hennar garð. Nýja slóganið hans Stefáns hljóðar þannig „Drekkjum Íslandi, ekki Valgerði“ og varpaði hann þannig fram þeirri spurningu hvort að það væri ekki efni í lögreglurannsókn að hóta landinu slíkri meðferð? Salurinn fagnaði ákaft. Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona, notaði einnig tækifærið „í beinni“, í viðtali sem Rás 1 tók við hana fyrir afhendingarhátíðarhöldin, og minnti á stofnfund Framtiðarlandsins í dag kl. 12:00 og þjaði að því að í bígerð væri að fjöldi manns sem áhyggjur hafa af stöðu mála hyggi á ýmsar aðgerðir þ.m.t. framboð til næstu alþingiskosninga sem má teljast vel fréttnæmt.
Birt:
17. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gríman fellur á Grímuafhendingunni“, Náttúran.is: 17. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/griman_fellur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 11. maí 2007