Anita Roddick, stofnandi Body Shop er látin 64 ára að aldri. Hún lést í gær, 10. september 2007.

Árum saman voru örfáar vörur sem merktar voru "against animal testing" en eftir að Anita Roddick stofnaði Body Shop hefur hún átt mikinn þátt í því að stuðla að hollum og grænum vörum.

John Sauven, framkvæmdarstjóri Greenpace sagði um Roddick:
"Hún var innblástur fyrir þá sem voru í kringum hana, ekki einungis í umhverfis- og mannréttindamálum, sem voru hennar ástríða. Hún var langt á undan sinni samtíð hvað varðar viðskipti, þar sem ekki einungis hagnaður er hafður í huga heldur einnig hvaða áhrif það hefur á umhverfið. Þegar horft er á daginn í dag þá sjáum við hversu mörg fyrirtæki segjast vera "græn", en Anita Roddick varð græn áratugum áður. Hún var sannur brautryðjandi."

 

Náttúran vottar fjölskyldu og vinum dýpstu samúð.

 

Frétt og efri mynd tekin af Treehugger.

Neðri mynd er tekin af sitedesmarques.com.

Birt:
11. september 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Stofnandi Body Shop látin“, Náttúran.is: 11. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/11/stofnandi-body-shop-ltin/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: