Í athyglsiverðu viðtali við náttúrvendarmanninn Mike Roselle segir hann sögu sína í baráttunnni gegn rányrkju og gjörnýtingu stórfyrirtækja. Hann segir sögu sína sem friðsamur mótmælandi í nokkrum náttúruverndarsamtökum en aðallega fjallar viðtalið um kolanám í Vestur Viginíu þar sem Massey Energy fyrirtækið ryður niður heilu fjöllunum til að vinna kol. Aðferðin skapar fá störf og gerbreytir landslagi á svæðinu auk þess að stofna vatnasvæði í hættu. Reiknað hefur verið út að svæðið myndi skila mun betri nýtingu sem vindmylluakur en flatning fjallanna eyðileggur þá nýtingarmöguleika sem þó eru afturkræfir.

Birt:
25. maí 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Fjallatindafletjarar“, Náttúran.is: 25. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/25/fjallatindafletjarar/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: