Púður og andlitsfarðar koma illa út úr könnunum
Orð dagsins 16. desember 2008.
Púður og andlitsfarði getur innihaldið margvísleg efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kemur fram í könnun sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði nýlega á innihaldi 15 vörutegunda úr hvorum vöruflokki um sig. Allar vörutegundirnar að einni frátalinni, púðrinu MAC, Blot Powder Loose, innihéldu efni, sem ýmist eru hugsanlegir ofnæmisvaldar, geta truflað hormónastarfsemi líkamans eða eru skaðleg vatnalífverum.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 12. des. sl.
Birt:
16. desember 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Púður og andlitsfarðar koma illa út úr könnunum“, Náttúran.is: 16. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/16/puour-haettulegt-heildu-og-umhverfi-i-14-af-15-teg/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.