Bútanól nothæft á óbreytta bensínbíla
Nýjar athugunar DuPont og BP benda til að unnt sé að keyra óbreytta bensínbíla á 16% bútanólblöndu. Almennt er miðað við að hámarkshlutfall íblandaðs etanóls í bensíni sé 10% miðað við að engar breytingar séu gerðar á bílunum. Bútanól er framleitt úr sömu hráefnum og etanól, en sá möguleiki að geta blandað því út í bensín í hærra hlutfalli eykur notagildi þess sem eldsneytis til muna og gæti gert það samkeppnisfært við etanólið.
Lesið frétt Planet2025 News Network 28. maí sl.
Birt:
4. júní 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Bútanól nothæft á óbreytta bensínbíla“, Náttúran.is: 4. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/04/butanol-nothaeft-obreytta-bensinbila/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.