Alþjóðadagur umhverfisins 5. júní
Á morgun verður haldinn hátíðlegur um víða veröld Alþjóðadagur umhverfisins. Eins og áður var nefnt í frétt um umhverfishátíð í Osló, hefur 5. júní verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1972 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að dagurinn yrði helgaður umhverfisvernd.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur á marga mismunandi vegu um víða veröld en með sama markmiði að bæta og vernda umhverfi okkar.
Í Noregi verður mikið um að vera en Tromsøborg eru gestgjafar þessa dags Sameinuðu þjóðanna í ár og mun vera mikið um hátíðarhöld þar, svo og skrúðgöngur, námskeið og ráðstefnur. Einnig mun verða haldin stór og mikil umhverfishátíð í Osló. -sjá frétt
Í Sydney í Ástralíu hafa samtökin Clean up the world boðið systursamtökum sínum um allan heim að taka þátt í umhverfisverkefnum með fókus á loftslags-breytingarnar. Umhverfishátíð verður haldin í Cairo í Egyptalandi, í Nairobi, Kený a, mun Alliance Française halda tónleika þar sem tónlistarmenn, dansarar og ljóðskáld munu tileinka list sína umhverfisvernd. Í Thies í Senegal verður haldin ráðstefna um lífræna ræktun og loftslagsbreytingar. Í Ankara, Tyrklandi verður hátíð um umhverfisvæna tækni og alþjóða ráðstefna um umhverfisvænar fjárfestingar og samvinnu svo að eitthvað sé nefnt.
Dagurinn er ekki opinberlega haldinn hátíðlegur hér á landi þar sem við höldum okkar eiginn „dag umhverfisins“ hátíðlegan 25. apríl ár hvert. Það þýðir þó ekki að hver og einn geti ekki haldið upp á daginn á sinn eigin hátt og lagt sitt af mörkum til að virða umhverfi okkar á þessum degi.
Hér er eru 77 leiðir til að fagna Aljóðadegi umhverfisins.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur á marga mismunandi vegu um víða veröld en með sama markmiði að bæta og vernda umhverfi okkar.
Í Noregi verður mikið um að vera en Tromsøborg eru gestgjafar þessa dags Sameinuðu þjóðanna í ár og mun vera mikið um hátíðarhöld þar, svo og skrúðgöngur, námskeið og ráðstefnur. Einnig mun verða haldin stór og mikil umhverfishátíð í Osló. -sjá frétt
Í Sydney í Ástralíu hafa samtökin Clean up the world boðið systursamtökum sínum um allan heim að taka þátt í umhverfisverkefnum með fókus á loftslags-breytingarnar. Umhverfishátíð verður haldin í Cairo í Egyptalandi, í Nairobi, Kený a, mun Alliance Française halda tónleika þar sem tónlistarmenn, dansarar og ljóðskáld munu tileinka list sína umhverfisvernd. Í Thies í Senegal verður haldin ráðstefna um lífræna ræktun og loftslagsbreytingar. Í Ankara, Tyrklandi verður hátíð um umhverfisvæna tækni og alþjóða ráðstefna um umhverfisvænar fjárfestingar og samvinnu svo að eitthvað sé nefnt.
Dagurinn er ekki opinberlega haldinn hátíðlegur hér á landi þar sem við höldum okkar eiginn „dag umhverfisins“ hátíðlegan 25. apríl ár hvert. Það þýðir þó ekki að hver og einn geti ekki haldið upp á daginn á sinn eigin hátt og lagt sitt af mörkum til að virða umhverfi okkar á þessum degi.
Hér er eru 77 leiðir til að fagna Aljóðadegi umhverfisins.
Birt:
4. júní 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Alþjóðadagur umhverfisins 5. júní“, Náttúran.is: 4. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/03/aljadagur-umhverfisins-5-jn/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júní 2007
breytt: 4. júní 2007