Orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Chu, vill brátt hefja útdeilingu á lánum til bílaframleiðenda þar í landi úr 25 milljarða dala sjóði sem ætlað er að fjármagna sparneytnari tækni, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.

General Motors og Ford hafa sótt um lán úr sjóðnum og samtals hafa borist 75 umsóknir um alls 38 milljarða dala lánveitingu. Orkumálaráðherrann hefur lýst því yfir að hann vilji að lánveitingarnar gangi hratt fyrir sig, en tryggja þarf að þeir sem fá lánin séu nægilega traustir fjárhagslega.

Myndin er af rafmagnsbílnum Reva.
Birt:
11. febrúar 2009
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Styttist í lán til umhverfisvænni bílaframleiðslu“, Náttúran.is: 11. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/11/styttist-i-lan-til-umhverfisvaenni-bilaframleioslu/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: