Algengt er að börn fái asma, en í mörgum tilvikum hverfur hann með öllu snemma á fullorðinsárum. Forðast skal að gefa asmaveiku barni mjólkurafurðir og móðir með asmaveikt barn á brjósti ætti einnig að forðast þær. Notið sojamjólkurvörur úr heilsubúðum í stað kúamjólkur, helst kalsíumbætta. Notið sykur og egg sparlega. Gefið barninu sem mesta af ferskum mat, grænmeti og ávöxtum og einnig hvítlauk með mat.
Gerið öndunaræfingar með barninu og örvið það til þess að syngja, því að söngur stykir lungun meira en flest annað. Forðist að reykja nálægt barni, og sérstaklega er það brýnt ef barnið er asmaveikt.

Jurtir fyrir asmaveik börn

Blóðberg, fagurfífill, fjallagrös, spánarkerfill, kattarminta, hóffífill, lakkrísrót, garðablóðberg, ísópur, kamilla og eldpipar ( í mjög litlum mæli).

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn asma
1 x blóðberg
1 x fjallagrös
1 x hóffífill
1 x ísópur
1 x lakkrísrót
1/10 x eldpipar

Gefið barninu jurtirnar í te- eða urtaveigarformi

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Asmi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/asmi1/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: