Finnur þú ekki verð á vörunni sem þú ætlar að kaupa? Er verð á hillukanti annað en kassaverð? Skilar tilboðsverð sér á kassann?

Verðupplýsingar eru mjög mikilvægar og því er alvarlegt ef þær eru rangar eða hreinlega ekki til staðar. Sérstaklega er mikilvægt að verðmerkingar í matvörurverslunum séu góðar. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki í dag milli kl. 15 og 18. Markmiðið er að hvetja verslanir til að sinna verðmerkingum betur og sjá til þess að þær séu ávallt rétta og til staðar.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.

Birt:
16. apríl 2008
Höfundur:
Neytendasamtökin
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Átak Neytendasamtakanna í dag milli kl. 15 og 18“, Náttúran.is: 16. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/16/atak-neytendasamtakanna-i-dag-milli-kl-15-og-18/ [Skoðað:18. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: