Námskeið um notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju
Haldið verður námskeið í notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju 23. og 24. mars næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum. Lámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns.
Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varnarefna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á varnarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.
Birt:
25. febrúar 2009
Tilvitnun:
Landbúnaðarháskóli Íslands „Námskeið um notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju“, Náttúran.is: 25. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/25/namskeio-um-notkun-varnarefna-i-landbunaoi-og-garo/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.