Í dag 07. janúar er hinn árlegi fuglatalningardagur en á þeim degi taka fuglafræðingar og fuglaskoðunaráhugamenn alls staðar á landinu sig til og telja fugla þá sem láta á sér kræla. Síðan er niðurstöðunum safnað saman til að ákvarða fjölda hverrar tegundar og bera saman útbreyðslu þeirra í hinum mismunandi landshlutum.

Dagurinn er því tilvalinn til að hugsa til fugla í hinu stóra samhengi. Eitt af því sem kemur í hugann er að það þrengist stöðugt í búi fyrir smáfuglana, og því mikilvægt að við mannfólkið hugsum til þeirra þegar land er freðið og fóðrum þá. En fuglar eru margir og margvísleg næringarþörfin. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari hefur tekið saman grein um hvernig má fóðra „okkar fiðruðu vini“ þannig að gagnist.
Sjá greinina á vef Fuglaverndarfélags Íslands.

Myndin er tekin í dag af hegra á flugi yfir Ölfusá, í viðurvist nokkurra álfta.
Ljósmynd: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.

 

Birt:
7. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hinn árlegi fuglatalningardagur“, Náttúran.is: 7. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/arl_fuglatalndagur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: