Miðvikudaginn 09.05.2007 kl. 17:30, á fræðslufundi Sesseljuhúss og Landverndar, verður reynt að svara spurningunni: Er lífræn ræktun það eina rétta?

Flutt verða tvö erindi:
Gunnar Á. Gunnarsson frá Vottunarstofunni Tún flytur erindið „Í hverju felst lífræn ræktun? - Markaðsstaða og sóknarfæri “ og Áslaug Helgadóttir flytur erindið „Eru lífrænt ræktuð matvæli það eina rétta?“

Lífrænt ræktuð matvæli njóta sífellt meiri vinsælda, jafnt hér á Íslandi og erlendis. Slík framleiðsla þykir bæði gefa hollari afurðir og fara mýkri höndum um móður Jörð. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir og hollusta lífrænna afurða umfram þær sem fengnar eru með hefðbundinni ræktun dregin í efa. Hvað er til í þessari gagnrýni og hver er hinn raunverulegi munur á lífrænni ræktun og þeirri hefðbundnu?
Allir velkomnir – ókeypis aðgangur!

Myndin er af lífrænu apóteki (apótek sem selur aðeins lyf og fæðubótaefni með lífrænni vottun) í London. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
6. maí 2007
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Er lífræn ræktun það eina rétta?“, Náttúran.is: 6. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/06/er-lfrn-rktun-eina-rtta/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. maí 2007

Skilaboð: