Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsvörður á vestursvæði auglýsa opna svæðisfundi um þjóðgarðinn og atvinnutækifæri tengd honum.

Á fundinum verða fimm stutt ávörp og umræður á eftir. Fundirnir verða haldnir fimmtudaginn 14. apríl,  á Laugalandi í Holtum kl. 16–18 og á Hótel Klaustri kl. 20:30–22:30.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Ávarp,  Elín Heiða Valsdóttir, formaður svæðisráðs
  2. Uppbygging þjóðgarðsins á vestursvæði, Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður
  3. Tækifæri í Vatnajökulsþjóðgarði, Rósa Björk Halldórsdóttir, varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
  4. Stuðningur við atvinnuuppbyggingu, Hulda Eggertsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands
  5. Þjóðgarðurinn í augum heimamanns, Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangá
  6. Umræður.

Ljósmynd: Frá Skaftafelli, ljósm. Árni Tryggvason.

Birt:
April 12, 2011
Höfundur:
Snorri Baldursson
Tilvitnun:
Snorri Baldursson „Opinn fundur um Vatnajökulsþjóðgarð og atvinnutækifæri “, Náttúran.is: April 12, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/12/opinn-fundur-um-vatnajokulsthjodgard-og-atvinnutae/ [Skoðað:July 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: