Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman eftirfarandi upplýsingar úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins. Á Viðburðardagatalinu hér t.h. á síðunni getur þú fylgst með kvartil tunglsins á hverjum degi.

Mars 2011

Dagur    Tími

06.        00-11 blóm, kl. 12- 24 blað
07.        00-24 blóm
08.        00-15 blóm, 16- 24 ávöxtur
09.        00-24 ávöxtur
10.        00-15 ávöxtur
11.        óhagstæður til sáningar
12.        00- 24 rót
13.        00- 09 rót, 15-24 blóm
14.  og 15. óhagstæður til sáningar
16.        00- 24 blað
17.        01- 24 ávöxtur
18.        00- 24 ávöxtur
19.        00- 07 ávöxtur, 08- 24 óhagstæður
20.        00- 07 ávöxtur, 08- 24 rót
21.        00- 24 rót
22.        00- 09 rót, 10- 24 blóm
23.        00- 15 blóm, 16- 24 blað
24.        00- 24 blað
25.        00- 18 blað
26.        19- 24 ávöxtur
27.        00- 24 ávöxtur
28.        00- 08 ávöxtur, 09- 24 rót
29.        00- 24 rót
30.        00- 15 rót, 16- 24 blóm
31.        00- 24 blóm.

Þessu til viðbótar má geta þess að tímabilið frá 6.- 12. mars er gott til að klippa græðlinga af berjarunnum og er þá best að velja til þess ávaxtadaga. Síðan er tímabilið frá 13. – 24. mars gott til útplöntunar, dreifplöntunar og til að stinga græðlingum og skal þá velja daga sem henta hverri tegund, t.d. salat á blaðdögum umpotta pottablóm á blómdögum o.s.frv.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
6. mars 2011
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson „Sáðalmanak fyrir mars 2011“, Náttúran.is: 6. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/06/sadalmanak-fyrir-mars-2011/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. febrúar 2014

Skilaboð: