Vistmennt í arkitektúr og skipulagi
Vistmennt* og Vistbyggðarráð standa saman að málþingi um Vistmennt í arkitektúr og skipulagi, fimmtudaginn 17. mars nk. frá kl. 8:30-11:00 og er haldið í húsakynnum Iðunnar– fræðsluseturs, Skúlatúni 2, Reykjavík
Dagskrá:
8:30- 8:40 Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs - Hver er sýn Vistbyggðarráðs á menntun til sjálfbærni?
8:40-8:50 Halldór Eiríksson, arkitekt - Hvernig lítur vistvænt Ísland út? Sérstaða Íslands í vistvænu tilliti.
8:50-9:00 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt og verkefnisstjóri - Vistmenntarverkefnið.
9:00-9:10 Umræður.
Þörfin fyrir vistvænar áherslur
9:10-9:30 Sigurður Eyberg Jóhannesson, umhverfisverkfræðingur - Vistspor Íslands og þáttur mannvirkja í því.
9:30-9:50 Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur - Siðfræði og sjálfbærni.
9:50-10:00 Umræður
10:00-10:15 Kaffihlé
Umræðuborð – greiningarvinna (10:15-10:45)
- Hversu vel er hinn almenni neytandi meðvitaður um umhverfisgæði og vistvænar áherslur?
- Hvernig er hið byggða umhverfi meðhöndlað í stefnumótun stjórnvalda á sviði sjálfbærni?
- Hver er staðan í vistmennt á mismunandi skólastigum og hvernig getur námsumhverfið endurspeglað vistvænar áherslur?
- Hverju skila vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun arkitekta og annarra umhverfishönnuða?
- Hvaða þýðingu hafa vistvænar áherslur í grunn- og endurmenntun iðnaðarmanna?
10:45-10:55 Niðurstöður úr hópavinnu kynntar
10:55-11:00 Málþingi slitið
Fundastjóri er Kristín Þorleifsdóttir. Málþingið er öllum opið!
*Nánar um Vistmenntarverkefnið:
Síðastliðið sumar hlaut Arkitektafélagið ásamt 6 samstarfsaðilum myndarlegan styrk til tveggja ára frá Menntaáætlun Evrópusambandsins til þess að þýða og staðfæra námsefni í tengslum við sjálfbæran arkitektúr og skipulag en auk Arkitektafélagsins standa Listaháskólinn, Iðan, Tækniskólinn, danska arkitektafélagið, rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í Danmörku (SBI) og breska ráðgjafafyrirtækið Genex að verkefninu. Námsefnið verður sérstaklega ætlað nemendum í byggingartengdum iðngreinum en einnig sem innlegg í endurmenntun arkitekta og annarra umhverfishönnuða og fólks í byggingargeiranum. Þessi málstofa er liður í að meta þörfina fyrir slíkt námsefni á Íslandi en gert er ráð fyrir að námsefnið verði tilbúið til prófunar á vormisseri 2012 og muni hafa mótandi áhrif á menntun þeirra sem starfa og/eða munu í framtíðinni starfa í umhverfishönnunar- og byggingargeiranum og þar með gæði hins byggða umhverfis í framtíðinni.
Birt:
Tilvitnun:
Kristín Þorleifsdóttir „Vistmennt í arkitektúr og skipulagi“, Náttúran.is: 15. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/15/vistmennt-i-arkitektur-og-skipulagi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. mars 2011