Íslensk hátækni - það fyrirtæki sem áformar að byggja olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - heldur því fram að olíhreinsistöð á Vestfjörðum myndi losa 560 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það þýðir 15% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi miðað við 1990. Á hinn bóginn, ef miðað er við losun gróðurhúsalofttegunda frá stærstu olíuhreinsunarstöð Noregs í Mongstad myndi aukningin verða nær 40% miðað við 1990. Hvort heldur miðað er við tölur Íslenskra hátækni eða norskar tölur er ljóst að starfsemi olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stenst hvorki skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni né fellur hún að yfirlýstri loftslagsstefnu Íslands.

Sjá glærufyrirlestur Árna Finnssonar er hann flutti á ráðstefnu Fjórðungssambands Vestfjarða um síðustu helgi 23. og 24. febrúar.

Birt:
2. mars 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Olíuhreinsistöð útúr korti“, Náttúran.is: 2. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/02/oliuhreinsistoo-utur-korti/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. maí 2011

Skilaboð: