Vistvænni byggð! heilbrigðara umhverfi=betri líðan=bjartari framtíð!
Þann 12. maí nk.verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Vistbyggðarráðs og Vistmenntarverkefnisins, sem ber yfirskriftina: Vistvænni byggð!heilbrigðara umhverfi=betri líðan=bjartari framtíð! Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 16:00.
Fyrri hluti ráðstefnunnar er á ensku en meðal fyrirlesara eru aðilar sem hafa komið að hönnun og skipulagningu verkefna í mannvirkjageiranum sem vinna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þá verður því velt upp hvernig sé hægt að auka almenna þekkingu á vistvænum aðferðum við hönnun og skipulag mannvirkja og tekin fyrir nokkur dæmi um slík verkefni, bæði hérlendis og erlendis.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytur opnunarræðu.
Fyrirlesarar eru:
- Dennis Carlberg, arkitekt og forstöðumaður deildar um sjálfbærni og arkitektúr við Boston University
- Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch Architekten í Þýskalandi og stjórnarmaður í þýska vistbyggðarráðinu
- Harpa Birgisdóttir, verkfræðingur og sérfræðingur hjá rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í Danmörku
- Mark Clough, verkfræðingur og sérfræðingur í vottunarkerfum hjá Genex í Bretlandi
- Mikael Koch, arkitekt, stjórnarmaður í danska vistbyggðarráðinu og formaður félags sjálfstætt starfandi arkitekta
- Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur og forstöðumaður umhverfissviðs verkfræðistofunnar Eflu
Síðari hluti ráðstefnunnar verður í vinnustofuformi þar sem reynt verður að leyta svara við spurningunni hvort vottunarkerfi séu mikilvæg tól eða markaðstæki? Markmiðið er að velta upp ýmsum hliðum vottunarkerfa, sérstaklega þó þeirra sem lýtur að staðbundnum aðstæðum. Þó verður þýska umhverfisvottunarkerfið kynnt sértaklega en því hefur verið haldið fram að í því séu sé bæði gengið skrefinu lengra og tekið á mun fleiri þáttum í ferlinu heldur en önnur alþjóðleg vottunarkerfi gera þ.m.t. Breeam og Leed kerfin.
Í lok ráðstefnunnar munu vinnuhópar Vistbyggðarráðs kynna starfið í hópunum síðastliðið ár og verður það í höndum eftirtalinna hópstjóra: Egils Guðmundssonar hjá Arkís - Vistvænt skipulag, Kristveigar Sigurðardóttur hjá Almennu verkfræðistofunni - Endurskoðun byggingarreglugerðar, Sverris Bollasonar hjá VSÓ – Vistvæn byggingarefni, Jóns Sigurðssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur – Orkunýtni vistvænna bygginga, Halldórs Eiríkssonar hjá TARK- Vistvæni á Íslandi og Kristínar Þorleifsdóttur – Menntun til vistvænni byggðar.
Einnig skal vakin athygli á opnum fyrirlestri Catharine Ward Thomson, prófessors við Edinborgarháskóla og forstöðumanns OPENspace Reserach Center um gæði almenningsrýma, miðvikudaginn 10. maí kl. 12 í Norræna húsinu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvænni byggð! heilbrigðara umhverfi=betri líðan=bjartari framtíð!“, Náttúran.is: 10. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/10/vistvaenni-byggd-heilbrigdara-umhverfibetri-lidanb/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.