Dagur íslensku geitarinnar
Á aðalfundi Geitfjárseturs sem fram fór í gærkvöldi var kosin ný stjórn, í henni sitja: Jón Ingi Einarsson, formaður, Jónína Margrét Bergmann, gjaldkeri, Eirný Sigurðardóttir, ritari, Dominique Plédel Jónsson, meðstjórnandi og Ari Hultqvist, meðstjórnandi.
Dagur íslensku geitarinnar verður haldinn föstudaginn 30. nóvember nk. þann dag verður málþing í Þjóðminjasafni Íslands og stendur það frá kl. 13:00-16:00
Dagskrá:
- 13:00 Inngangur – Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands
- 13:10 Verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn – Birna Kristín Baldursdóttir, Erfðalindasetur Landbúnaðarháskóla Íslands
- 13:40 Geitfjárræktarfélag Íslands – Gunnar Júlíus Helgason formaður
- 13:55 Geitfjársetur – Jón Ingi Einarsson, áhugamaður um geitur
- 14:10 Ræktun og vinnsla afurða á Háafelli – Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi Háafelli í Hvítársíðu
- 14: 40 Kaffihlé
- 15:00 Kasmírull af íslenkum geitum – Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður
- 15:20 Framleiðsla sérmerktra afurða búfjár af sérstökum stofnum erlendis. Emma Eyþórsdóttir dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands
Fundarstjóri: Áslaug Helgadóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
Allir velkomnir aðgangur ókeypis
Ljósmynd: Börn með geitur að Háafelli, tgeitur.is
Sjá frétt um Geitfjársetrið frá því fyrr í mánuðinum á ruv.is.
Birt:
28. nóvember 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur íslensku geitarinnar“, Náttúran.is: 28. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/28/dagur-islensku-geitarinnar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.